Yfirfærsla trygginga Verna til Varðar 1. febrúar 2026

Verna & Vörður

Í lok janúar 2026 mun Verna hætta að bjóða upp á tryggingar. Tryggingar viðskiptavina færast því yfir til Varðar trygginga 1. febrúar. Vörður er nú þegar vátryggjandi á bak við þær ökutækjatryggingar sem Verna hefur boðið viðskiptavinum. Þú þarft því ekkert að aðhafast -tryggingarvernd þín helst óbreytt, á sambærilegum eða betri kjörum.

Fram til 1. febrúar 2026 getur þú haldið áfram að nýta þér þjónustu Verna og Verna appið eins og verið hefur.

Við hjá Verna viljum þakka viðskiptavinum kærlega fyrir traustið og gott samstarf. Það hefur verið okkur sönn ánægja að vera ykkur innan handar.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Verna fyrir öll

Engin skuldbinding, bara ávinningur ✨

Nú geta allir notað Verna appið, óháð því hvort þú tryggir bíl hjá okkur eða ekki! Kíktu undir húddið og sjáðu hvað Verna hefur uppá að bjóða - leggðu án aukagjalda, fáðu afslætti, finndu ódýrustu bensínstöðvar og farðu á bestu verkstæðin ⚒️⛽️
Sjá meira

Ekki festast í hjólförum fortíðarinnar!

Hugsum tryggingartrgyigngar upp á nýtt.

Keyrðu verðið niður.

Með Verna stýrir þú verðinu. Fáðu reiknað ökuskor og keyrðu niður verðið.

Vernaðu vin!

Vernaðu vini þína og lækkaðu verðið enn meira. Þú gætir jafnvel fengið fría tryggingu!

Skuldbindingakvíði? Ekkert mál.

Prufukeyrðu Verna í 30 daga og taktu svo ákvörðun. Mánaðarlegt gjald. Enginn binditími. Segðu upp hvenær sem er.

Keyrðu verðið þitt niður

Við mælum aksturinn þinn í Verna appinu. Hverri bílferð eru gefin stig út frá fimm þáttum. Þú staðfestir ferðirnar og getur eytt út ferðum sem eiga ekki heima í útreikningum, til dæmis þar sem þú varst ekki bílstjóri.

Aksturs­stoðirnar fimm

Hraði

Appið nemur hvort þú keyrir hraðar eða hægar en aðrir í kringum þig.

Fókus

Símanotkun á ekki heima undir stýri. Betri einbeiting gefur betra skor.

Hvíld

Það er hættulegt að keyra tímunum saman án þess að stoppa.

Tími dags

Næturakstur er um 10x áhættusamari en akstur á daginn.

Mýkt

Appið nemur hversu mjúklega þú líður um göturnar. Stöðugur hraði er áhættuminnstur.

Samfélagið okkar

Stofnum samfélag ábyrgra Verna ökumanna. Með því að fá reiknað ökuskor hvetjum við viðskiptavini til að vera betri ökumenn. Við verðlaunum þá sem keyra betur, minnum á að sjá vel um bílinn sinn og að halda fókus við aksturinn. Allt þetta skilar minni mengun til umhverfisins og fækkar slysum. Færri slys lækka tjónskostnað og verð fyrir alla. 

Vernavinir

Það margborgar sig að halda sambandi. Við ætlum að bjóða fjölbreytt tilboð og afslátt í appinu. Vertu með!

Einhverjar spurningar?

  • Verna hættir að bjóða upp á tryggingar í lok janúar 2026 og því munu ökutækjatryggingarnar viðskiptavina færast til Varðar 1. febrúar næstkomandi.

    Vörður hefur verið vátryggjandi Verna frá 1. október, auk þess að sjá um tjónaþjónustu fyrir félagið. Í lok janúar 2026 mun Verna hætta að bjóða upp á tryggingar. Því munu ökutækjatryggingarnar viðskiptavina Verna færast sjálfkrafa til Varðar 1. febrúar næstkomandi. Þú þarft ekkert að gera verndin helst óbreytt og á sambærilegum eða betri kjörum.

    Fram til 1. febrúar 2026 verður þjónusta Verna óbreytt og þú heldur áfram að nýta Verna appið eins og verið hefur.

  • Verna hættir að bjóða upp á tryggingar í lok janúar 2026 og því munu tryggingarnar þínar færast sjálfkrafa til Varðar 1. febrúar.

    Þú þarft ekkert að gera – verndin helst óbreytt á sambærilegum eða betri kjörum.

    Á Mínum síðum Varðar finnur þú nú allar upplýsingar um þínar tryggingar, kjör og reikninga á einum stað.

    Fram til 1. febrúar heldur áfram að nota óbreytt þjónustu Verna.

  • Verna hættir að bjóða upp á tryggingar í lok janúar 2026. Því munu ökutækjatryggingarnar viðskiptavina Verna færast sjálfkrafa til Varðar 1. febrúar.

    Þú þarft ekkert að gera – tryggingaverndin helst óbreytt og á sambærilegum eða betri kjörum.

    Þjónusta Verna helst óbreytt fram til loka janúar þannig að þú heldur áfram að nota Verna appið eins og verið hefur fram til 1. febrúar 2026.

  • Nei, þú þarft ekki að gera neitt. Tryggingarnar þínar flytjast sjálfkrafa yfir til Varðar 1. febrúar 2026.

    Tryggingavernd þín helst einnig óbreytt og á sambærilegum eða betri kjörum.