Persónuvernd

Verna þarf að vinna ýmsar upplýsingar til að veita þér þjónustu svo vinsamlega staldraðu við til að fara yfir það sem hér er skrifað.

Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að halda persónuupplýsingum þínum öruggum og við leggjum mikla vinnu í að vernda þær. Við söfnum og nýtum gögnin til þess að geta veitt þér þjónustu, þróað áfram vörurnar okkar, bæta hæfni þína til að taka ákvarðanir, verðleggja vörur og þjónustu, styðja við markaðssetningu og til að koma í veg fyrir svik. Við munum aldrei selja gögnin þín til annarra eða nota þau í öðrum tilgangi en okkar aðalstarfssemi. 

Við vitum að fæstum finnst gaman að lesa persónuverndarstefnur fyrirtækja. Persónuvernd er samt ótrúlega mikilvæg og því er hér yfirlitsmynd um hvaða gögn við vinnum með og í hvaða tilgangi. 

Einhverjar spurningar?

  • Draga úr áhættu viðskiptavina.
  • Draga úr mögulegum tjónum sem viðskiptavinir kunna að verða fyrir.
  • Meta og verðleggja áhættu með nýjum og sanngjarnari hætti.
  • Sjálfvirknivæða og bæta þjónustuna.
  • Tryggja sanngjarna og hraðari útgreiðslu bóta.
  • Bæta tengsl við viðskiptavini.
  • Móta nýjar tryggingar og þjónustur sem mæta síbreytilegum þörfum viðskiptavina.

   Verna mun aldrei selja gögn viðskiptavina til þriðja aðila. Við mun jafnframt aldrei nota akstursgögn, sem smáforrit félagsins safnar til að útbúa aksturskor, við sakamat þegar viðskiptavinir lenda í óhöppum.
 • Verna er ábyrgt fyrir meðferð persónuupplýsinga þinna og einsetur sér að framfylgja reglum um vernd og öryggi upplýsinganna. Sérfræðingar á vegum Verna hafa eftirlit með því að gögn viðskiptavina Verna séu örugglega varin og komist ekki í hendur annarra en þeirra sem þurfa að vinna með þau. Aðgengi gagna er sérstaklega aðgangsstýrt þannig að starfsmenn hafi eingöngu aðgang að þeim gögnum sem nauðsynleg eru til að þeir geti sinnt sínum störfum hjá Verna.

 • Nei Verna geymir engin gögn í sínum kerfum um hvar þú hafir keyrt. Til að tryggja persónuvernd geymir Verna eingöngu mjög afmörkuð akstursgögn, þ.e.a.s. heildar ökuskor viðskiptavina, heildar undirskor viðskiptavina (sbr. mýkt, hraði, truflun, tími dags og þreytu við akstur) sem og fjölda ekinna km og heildarfjölda ferða. Verna tekur hvorki á móti né geymir gögn í sínum kerfum um einstaka ferðir viðskiptavina en þau gögn verða eingöngu geymd á persónugreinanlegu formi í símum viðskiptavina. 

 • Stutta svarið er að það eru nemar í öllum snjallsímum í dag sem hægt er að nota til búa til ökuskor fyrir þig og meta þannig hvaða áhættu sé verið að taka við akstur. Passað er mjög vel upp persónuvernd í þessu ferli þannig að viðkvæm gögn séu ekki geymd í persónugreinanlegu formi neins staðar nema á símanum þínum. Hér er svo langa svarið.

 • Nei Verna safnar ekki gögnum um möguleg umferðarlagabrot þín. Einu gögnin sem geymd eru í kerfum Verna eru heildar ökuskor þitt og heildar undirskor t.a.m. mýkt við akstur. Eini staðurinn þar sem hægt er að skoða persónugreinanleg gögn um einstaka ferðir er í farsímanum þínum. Hins vegar metur hraðaskorið sem þú færð fyrir hverja ferð ekki hvort að þú hafir verið að keyra yfir eða undir hámarkshraða heldur er svo kallaður umhverfishraði metin, þ.e.a.s. varstu að keyra hraðar eða hægar en aðrir keyra vanalega tiltekinn vegarspotta. Ef þú keyrir t.d. miklu hægar en aðrir í umferðinni að þá getur það valdið aukinni hættu á árekstri.