Snjalltryggingar!

Við erum komin til að Verna

Hæ! Við erum Verna - nýtt tryggingatæknifélag sem býður nýjung í bílatryggingum. Við ætlum vera breytingaafl á tryggingamarkaði með þróun snjalltrygginga sem draga úr áhættu í umferðinni og einfalda fólki lífið. Með appinu okkar stýrir þú verðinu og keyrir það niður með bættum akstri. 

Við seljum þér ekki bara vernd heldur hjálpum þér að nota bílinn dags daglega með virðisaukandi þjónustu í gegnum Verna appið.

Hvernig er Verna öðruvísi?

Viðskiptavinir sem leita ekki reglulega tilboða í tryggingar borga að jafnaði 10-15% hærra verð en nýir viðskiptavinir. Frekar súrt ekki satt? Hjá Verna sérðu alltaf besta verðið í appinu okkar. Engin þörf á að hringja og fá tilboð eða kanna hvort að mamma, pabbi eða “Böddi frændi” geti reddað betra verði. Hjá Verna er gagnsæið algert og þú stýrir verðinu með því að aka vel. Það er enginn binditími og engin greiðsludreifing með tilheyrandi aukakostnaði.

Hugsum tryggingartrgyigngar upp á nýtt

Með Verna appinu stýrir þú verðinu. Appið býr til ökuskor sem leiðbeinir þér hvernig þú getur bætt aksturinn og þannig lækkað verðið í hverjum mánuði. Bestu ökumennirnir geta lækkað verðið sitt um allt að 40% miðað við markaðsverð, en að jafnaði geta viðskiptavinir Verna keyrt verðið sitt niður um 20% með ökuskori í kringum 72.

Minna kolefnisspor

Okkur hjá Verna er annt um umhverfið og því metur appið okkar aksturinn þinn meðal annars út frá mýkt. Rannsóknir erlendis sýna að tæknilausnir eins og Verna býður upp á leiða til mýkri og jafnari aksturs, sem dregur úr eldsneytiseyðslu um ca 10%, sem aftur lækkar kolefnissporið þitt. Bónusinn af breyttu aksturslagi er minna álag á pyngjuna þína 🙌

Gerum gott

Verna er sprotafyrirtæki sem er að taka sín fyrstu skref og við viljum að þau séu tekin rétt. Um leið og við skilum hagnaði fer 10% af honum óskert til góðgerðamála. Þangað til munum við einbeita okkur að stuðningi við græn góðgerðarmál.

Viltu vita meira um Verna?

  • Það tekur ca 2-3 mínútur að kaupa tryggingu hjá Verna í gegnum appið okkar. Ef þú ert að kaupa bíl þá tekur hún strax gildi og þú getur byrjað að keyra niður verðið🤲🏻 Ef þú ert hins vegar að flytja trygginguna frá einu af gömlu tryggingarfélögunum, þá snúast hjólin aðeins hægar. Samkvæmt neytendalögum er uppsagnarfrestur trygginga einn mánuður og er byrjað að telja frá næstu mánaðarmótum eftir að tilkynning um uppsögn berst til gamla félagsins. Þú getur samt byrjað að nota Verna appið og hefur þá einn mánuð til þess að prófa áður en tryggingin tekur gildi. Ef þér snýst hugur á prufutímanum þá getur þú hætt hvenær sem er. Áhættan að prófa Verna er því engin🧘🏼‍♀️

  • Kíktu einfaldlega inn í Apple App Store eða Google Play Store og leitaðu að “Verna” til að ná í appið og byrja að prófa.

  • Ó nei - Verna appið og snjallsíminn er allt sem þú þarft. Appið nýtir nema í símanum til að búa til ökuskor fyrir þig og leiðbeinir þér hvernig þú getur keyrt ökuskorið upp og verðið niður. Það er engin þörf á að koma fyrir auka kubb í bílnum þínum heldur nægir að kippa símanum með í bílinn📱

  • Það kostar ekkert að skipta. Það eina sem þú þarft að gera er að ná í Verna appið og kaupa trygginguna. Appið sér um að segja upp tryggingunni hjá gamla tryggingafélaginu. Það tekur ca. 30 daga að flytja tryggingu frá gamla félaginu til Verna. Á þeim tíma getur þú hvenær sem er skipt um skoðun. Bindingin er í raun engin!