Vilt þú lækka bílatryggingarnar?

Langflest erum við öruggir bílstjórar og jafnvel enn betri en við gerum okkur grein fyrir. Ökuskor Verna tryggir þér sanngjarnara verð byggt á því hvernig þú keyrir. 

Þeir bestu geta lækkað verðin sín um allt að 40% en að jafnaði ná viðskiptir um 23% lækkun!

Bría

Bría er 21 árs gömul úr Hveragerði og keyrir um á Mözdu CX-3 2017.

Bríu líður best með góðum hópi fólks og nýtir sumrin í ferðalög.

Bría sparar sér rúmlega 150.000 krónur á ári með því að vera með bílatrygginguna sína hjá Verna. Hún valdi besta pakkann hjá Verna sem innifelur skyldu-, kaskó- og rúðutryggingu.

Hún nýtir sparnaðinn í að ferðast heimshornanna á milli.

Geir

Geir er 36 ára Reykvíkingur sem keyrir um á Suzuki Vitara 2006.

Geir hitti einu sinni körfu í kasti í frisbígolfi og vöfflurnar hennar ömmu eru það besta sem hann fær.

Geir sparar sér rúmlega 80.000 krónur á ári með því að vera með bílatrygginguna sína hjá Verna. Hann valdi minnsta pakkann hjá Verna sem innifelur slysa- og ábyrgðartryggingu ökutækis.

Hann elskar raftónlist og nýtir sparnaðinn í góða hátalara.

Íris

Íris er 57 ára Hafnfirðingur sem keyrir um á Volvo XC60 2020. 

Íris fer í fjallgöngur, elskar að gera huggulegt heima hjá sér og unir sér vel í ísbíltúr með uppáhalds fólkinu sínu.

Íris sparar sér ríflega 54.000 krónur á ári með því að vera með bílatrygginguna sína hjá Verna. Hún valdi besta pakkann hjá Verna sem innifelur skyldu-, kaskó- og rúðutryggingu.

Íris nýtir sparnaðinn upp í skíðaferð.

Steinar

Steinar er 84 ára gamall og jafnframt elsti viðskiptavinur Verna. Hann er búsettur í Grafarvogi og keyrir um á Nissan Qashqai 2018.

Steinar er mikill áhugamaður um íslenska fugla og finnst gaman að fara í bíltúr og fylgjast með þeim.

Steinar sparar sér tæplega 50.000 krónur ári með því að vera með bílatrygginguna sína hjá Verna. Hann valdi besta pakkann hjá Verna sem innifelur skyldu-, kaskó- og rúðutryggingu.

Steinar nýtir sparnaðinn í að heimsækja börnin sín í útlöndum.