Ertu eitt stórt spurningamerki?
Samkvæmt neytendalögum er uppsagnarfrestur trygginga einn mánuður. Byrjað er að telja frá næstu mánaðarmótum eftir að tilkynning um uppsögn berst. Þannig getur þú byrjað að nota Verna appið strax og hefur þar með einn mánuð til þess að prófa áður en þú tekur endanlega ákvörðun.
Verna tryggir allar gerðir bíla til einkanota. Bílar sem eru 15 ára og eldri er dýrara að tryggja, en Verna getur samt hjálpað þér að spara með góðu ökuskori.
Þegar þú hefur sótt appið byrjar þú á að skrá inn upplýsingar um þig og bílinn þinn. Þú færð strax reiknað upphafsverð sem þú getur keyrt niður með því að hækka ökuskorið þitt. Viðskiptavinir Verna geta sparað allt að 40% iðgjalda með góðu ökuskori.
Þú tilkynnir tjón í appinu. Þú getur óskað eftir aðstoð Aksturs og öryggis (A&Ö) og þú getur hringt í A&Ö með einum takka í appinu. Appið vísar þér á verkstæði sem metur skemmdina. Ef þú slasast í óhappinu og ert ófær um að tilkynna tjónið mun Verna alltaf fá lögregluskýrslu af atburðinum til að hefja tjónamat.
Appið er aðgengilegt öllum snjallsímum sem eru með Android eða iOS stýrikerfi.
Þú þarft að vera með snjallsíma til þess að sækja Verna appið. Flestir nýlegir snjallsímar með GPS styðja Verna appið
Þú getur haft samband við okkur á netspjallinu, í tölvupósti eða hringt í s. xxx. Þjónustuverið okkar er opið á milli 9:00 og 17:00 virka daga. Ef þú þarft að tilkynna tjón gerir þú það í Verna appinu.
Iðgjaldið endurspeglar ökuskorið þitt í hverjum mánuði. Með því að fá reiknað ökuskorið stjórnar þú ferðinni, getur keyrt niður verðið og sparað allt að 40%. Ökusporið er reiknað út frá fimm mikilvægum mælikvörðum
Við mælum aksturinn þinn út frá fimm mælikvörðum: Mýkt/Mjúkt og gott: Appið nemur hversu mjúklega þú líður um göturnar. Snögg hröðun, hemlun, ör akgreinaskipti og hraðar krappar beygjur auka áhættu og lækka skor. Hraði/Hratt eða hægt: Appið nemur hvort þú sért að keyra á sambærilegum hraða og aðrir í umferðinni. Of hægur eða of hraður akstur miðað við aðra getur skapað mikla hættu í umferðinni. Stöðugur hraði er áhættuminnstur og vænlegastur til vinnings. Við fylgjumst ekki með því hvort þú sért að keyra á löglegum hraða - löggan sér um það. Ekki keyra og hratt samt. Fókus/Símann í skottið: Appið nemur hvort þú sért að nota eða tala í símann undir stýri. Símanotkun kemur við sögu í yfir 60% af öllum tjónum og á ekki heima undir stýri, það vitum við öll. Betri einbeiting gefur betra skor. Umferð/Dag eða nótt? Hvaða tíma dags þú keyrir skiptir máli. Akstur á nóttunni er um 10 sinnum áhættusamari en akstur á daginn. Við lifum öll eftir mismunandi klukku, svo að þessi þáttur vegur ekki mjög hátt í skorinu. Hvíld/Þarftu að lúlla? Við mælum lengd hverrar ferðar. Við getum ekki vitað hversu þreyttur þú ert við stýrið, en við vitum að það er hættulegt að keyra tímunum saman án þess að stoppa. Þreyta hefur áhrif á aksturinn og skorið.
Nei, það er allt í Verna appinu. Það er engin þörf á að koma fyrir auka kubb í bílnum þínum heldur nægir að taka símann með í för.
Já, þú getur eytt út ferðum sem eiga ekki heima í útreikningum, til dæmis þar sem þú varst ekki bílstjóri. Appið nemur allar ferðir sem ná ákveðnum lágmarkshraða og gerir því ekki alltaf greinamun á bílferð og öðrum ferðamátum eins og til dæmis, hjól, flugvél, bátsferðum.
Hjá Verna er allt í appinu, þú þarft ekki að setja auka kubb í bílinn þinn til þess að fá reiknað ökuskor.
Að jafnaði tekur það innan við 10 mínútur fyrir ferðir að koma inn í appið.
Appið metur gæði gagnanna sem liggja að baki hverrar bílferðar. Ef gæðin eða magn gagna er ekki næginlegt birtir appið ekki þær ferðir.
Þú hefur 48 tíma til að eyða bílferð út úr appinu. Tryggingin er tengd við ökutæki þannig að ef þú ert farþegi í öðrum bíl er ástæða til að eyða út bílferð.
Appið getur ekki skynjað bílferðir þínar ef það er slökkt á símanum. Þær bílferðir sem þú ferð með slökkt á símanum eru því ekki með í útreikningum á ökuskorinu þínu.
Ökuskorið breytist ekki nema þú keyrir. Það helst því það sama á meðan þú ert í fríi.
Í flestum tilvikum segir nýtt tryggingafélag upp eldri tryggingum fyrir þig. Samkvæmt neytendalögum er uppsagnarfrestur trygginga einn mánuður. Byrjað er að telja frá næstu mánaðarmótum eftir að tilkynning um uppsögn berst.
Þú skráir greiðslumáta í appinu. Hægt er að velja á milli greiðslukorts eða að fá kröfu í heimabanka.
Þú getur skráð bílstjóra í appinu. Ökuskor allra bílstjóra hefur áhrif á heildarskorið og mánaðarlegt verð.
Já, flestir deila bílum sínum með fjölskyldu og jafnvel vinum. Þú getur skráð auka ökumann í appinu. Ökuskor allra bílstjóra hefur áhrif á heildarskorið og mánaðarlegt verð.
Nei, staðsetning er einungis notuð til þess að reikna ökuskor. Við geymum ekki gögn í okkar kerfum um einstaka bílferðir sem þú ekur heldur nýtum gögnin til að reikna heildar ökuskorið þitt í hverjum mánuði sem er mælt út frá mýkt, hraða, einbeitingu, tíma dags og þreytu við akstur.
Nei, upplýsingarnar þínar eru ekki notaðar í neinum öðrum tilgangi en að reikna út ökuskor. Verna mun aldrei nýta akstursgögn þín til að meta bótaskyldu þegar þú lendir í tjóni né deila ökuskorinu þínu með þriðja aðila í markaðslegum tilgangi.
Appið fylgist aðeins með staðsetningu þinni þegar þú ert að keyra. Þær upplýsingar eru aðeins notaðar til þess að reikna ökuskor þitt og ekki notaðar í öðrum tilgangi.
Nei, þú hefur einungis aðgang að þínum ferðum.
Nei, við höfum ekki aðgang að innihaldi símtala, textaskilaboða eða öðrum forritum sem þú notar.
Á síðustu árum hafa bílatryggingar hækkað um tugi prósenta í verði á Íslandi. Það finnst okkur of mikið. Hin tryggingafélögin réttlæta þessar hækkanir með auknum kostnaði við tjón, en á sama tíma hefur slysum fækkað um 15%. Bílatryggingar eru verðlagðar út frá gömlum úreltum breytum sem þú hefur ekki stjórn á. Með Verna stýrir þú ferðinni - og verðinu.
Já.
Eins og öll íslensk og erlend tryggingafélög er Verna með endurtryggingaraðila á bakvið sig. Flest íslensk tryggingafélög eru með erlenda endurtryggingaraðila. Við völdum TM sem okkar baktryggjanda vegna vilja TM í að styðja okkur í endurhugsa og þróa virkni trygginga og þjónustu þeim tengdum upp á nýtt. Fjártæknifélög eins og Verna stofna nær alltaf til samstarfs við þroskuð tryggingafélög í stað þess að sækja um eigin leyfi þar sem það þarf mikla fjármuni til þess að stofna nýtt tryggingafélag. Ávinningur viðskiptavina af slíku samstarfi er hraðari framþróun lausna, aukið gagnsæi, bætt þjónusta og lækkun kostnaðar með aukinni sjálfvirknivæðingu. Á sama tíma tryggir samstarfið við TM öryggi þeirra fjármuna sem viðskiptavinir treysta okkur fyrir. Í grunninn snúast tryggingar um að ótengdir aðilar taki höndum saman um að verja hvorn annan fyrir mögulegum afleiðingum áfalla. Því felst ákveðið skjól og öryggi í samstarfinu og baklandinu sem viðskiptavinahópur TM veitir.
Með Verna stýrir þú ferðinni og verðinu. Við verðleggjum tryggingarnar þínar út frá akstrinum þínum.
Nei, það kostar ekki neitt
Sjálfsábyrgð er sú hlutdeild sem þú greiðir í hverju tjóni sem þú lendir í. Sjálfsábyrgð fyrir lögboðna ábyrgðartryggingu er 29.900 krónur en sjálfsábyrgð fyrir kaskótryggingu er 139.000 krónur. Þú greiðir 20% af verðmæti rúðu ef henni er skipt út en ekkert ef það gert er við rúðuna.
Þú þarft ekki að greiða sjálfsábyrgð ef bíllinn þinn var lagður í stæði og ökumaðurinn sem olli tjóni á bílnum þínum gefur sig fram.
Lögboðin ábyrgðartrygging er skyldutrygging fyrir öll ökutæki í umferðinni. Öll getum við lent í því að valda óvart tjóni í umferðinni. Tryggingin bætir tjón sem ökutækið þitt veldur öðrum sem og slys sem þú eða sá sem keyrir ökutækið verður fyrir. Sjálfsábyrgð lögboðnar ábyrgðartryggingar er 29.900 krónur.
Kaskótrygging er víðtækari ökutrygging en lögboðna ábyrgðartryggingin. Kaskótrygging bætir öll tjón á bílnum þínum vegna tjóna sem þú veldur í umferðinni. Sjálfsábyrgð er 139.000 krónur.
Já, kaskótrygging er hluti af besta pakkanum okkar: Bara það besta. Lesa meira hér
Þú þarft ekki að greiða sjálfsábyrgð ef ökumaðurinn sem olli tjóni á bílnum þínum gefur sig fram. Því miður eru ekki allir svo heiðarlegir en þá hjálpar kaskótryggingin þér og bætir tjónið að frádreginni sjálfsábyrgðinni sem er 139.000 krónur.
Hjá Verna getur þú valið um þrjá tryggingapakka: Í það minnsta: Inniheldur bara það allra nauðsynlegasta = lögboðna ábyrgðartryggingu. Þetta venjulega: Inniheldur lögboðna ábyrgðartryggingu og bílrúðutryggingu. Bara það besta: Inniheldur lögboðna ábyrgðartryggingu, bílrúðutryggingu og kaskótryggingu. Lestur meira um pakkana okkar hér
Þú tilkynnir öll tjón í appinu. Við vísum þér á verkstæði sem metur hvort hægt sé að gera við skemmdina eða hvort skipta þurfi um bílrúðuna. Ef hægt er að gera við bílrúðuna greiðir þú enga sjálfsábyrgð. Ef skipta þarf um bílrúðu er sjálfsábyrgðin 20%.
Í neyðartilvikum vinsamlegast hafið samband við 112. Þú tilkynnir tjón til okkar eins fljótt og auðið er.
Í appinu er aðgengilegur listi yfir verkstæði sem þú getur leitað til. Þér er að sjálfsögðu heimilt að leita til annarra verkstæða en í þeim tilvikum mun Verna greiða bætur í samræmi við eigið tjónamat.
Verna býður viðskiptavinum sínum, sem eru með kaskótryggingu, upp á bílaleigubíl í allt að sjö daga endurgjaldslaust. Ef þú þarft bílaleigubíl í lengri tíma tryggir viðskiptasamband þitt við Verna þér afslátt hjá sömu bílaleigu.
Hafðu samband við okkur á netspjallinu, í tölvupósti eða hringdu í síma 449 7700. Við erum alltaf til í að spjalla.