Ekki láta
pakka­afsláttinn blekkja þig

Hefuru áhyggjur af pakka­afslættinum?

Hótar tryggingafélagið þitt þér því að þú missir pakkaafsláttinn ef þú tekur bílinn út úr pakkanum? Slakaðu á og dragðu djúpt inn andann því að ökuskorið þitt hjá Verna getur skilað þér mun meiri lækkun en sem nemur pakkaafslættinum.

Týpískur pakkadíll

Algengur tryggingapakki fyrir heimili samanstendur af tryggingum á tveimur 4 m.kr. bílum auk fjölskyldu-, bruna- og húseigendatrygginga. Með 10% pakkaafslætti kostar bílatryggingarnar (kaskó-, rúðu- & skyldutryggingar) fyrir bílana í kringum 320.000 kr á meðan iðgjöldin fyrir rest nema ca 145.000 kr. Samtals gerir þetta 465.000 kr.

Hjá Verna stýrir þú verðinu á bílatryggingunni í gegnum ökuskor. Bestu ökumennirnir geta lækkað verðin sín um allt að 40% en í dag er  meðalökuskor viðskiptavina Verna 75 sem veitir þeim ca 23% afslátt af markaðsverðum. Það skilar ca 73.600 kr lækkun bílatrygginganna á ári! Ef þú missir 10% pakkaafsláttinn af restinni af pakkanum að þá hækka þær tryggingarnar um ca 16.100 kr. Eftir sem áður lækka heildariðgjöld heimilisins um 57.500 kr í 407.500 kr! Bestu ökumennirnir lækka verðin sín um ríflega 100.000 kr.!

Enginn vaxtakostnaður

Hjá Verna greiðir þú iðgjöldin mánaðarlega á grunni ökuskorsins. Í tilfelli hefðbundinna ökutækjatrygginga þarftu að borga ca 6% vexti ef þú óskar eftir greiðsludreifingu. Greiðsludreifing til 12 mánaða myndi kosta 11.800 kr í dæminu hér að ofan. Hjá Verna greiðiru enga vexti þannig að buddan þín verður enn heilbrigðari fyrir bragðið.

Af hverju ertu að greiða tryggðarskatta?

Rannsóknir erlendis sýna að tryggir viðskiptavinir greiða að jafnaði 70% hærri iðgjöld en nýir viðskiptavinir. Tryggingafélög nýta pakkaafsættina til að ná viðskiptavinum inn á lágum verðum, en veðja svo að hægt verði að verðteyma þá ár eftir ár upp á við vegna hræðslu þeirra við að missa pakkaafsláttinn. 

Hjá Verna er engin mismunur gerður á milli nýrra og gamalla viðskiptavina. Verðtilboðin sem viðskiptavinir fá í gegnum Verna appið eru bestu verðin sem eru í boði. Því er engin þörf fyrir viðskiptavini að hringja og fá tilboð eða kanna hvort að mamma, pabbi eða "Böddi frændi” geti reddað betra verði.

Viltu vita meira um Verna?

  • Það tekur ca 2-3 mínútur að kaupa tryggingu hjá Verna í gegnum appið okkar. Ef þú ert að kaupa bíl þá tekur hún strax gildi og þú getur byrjað að keyra niður verðið🤲🏻 Ef þú ert hins vegar að flytja trygginguna frá einu af gömlu tryggingarfélögunum, þá snúast hjólin aðeins hægar. Samkvæmt neytendalögum er uppsagnarfrestur trygginga einn mánuður og er byrjað að telja frá næstu mánaðarmótum eftir að tilkynning um uppsögn berst til gamla félagsins. Þú getur samt byrjað að nota Verna appið og hefur þá einn mánuð til þess að prófa áður en tryggingin tekur gildi. Ef þér snýst hugur á prufutímanum þá getur þú hætt hvenær sem er. Áhættan að prófa Verna er því engin🧘🏼‍♀️

  • Kíktu einfaldlega inn í Apple App Store eða Google Play Store og leitaðu af “Verna” til að ná í appið og byrja að prófa.

  • Ó nei - Verna appið og snjallsíminn er allt sem þú þarft. Appið nýtir nema í símanum til að búa til ökuskor fyrir þig og leiðbeinir þér hvernig þú getur keyrt ökuskorið upp og verðið niður. Það er engin þörf á að koma fyrir auka kubb í bílnum þínum heldur nægir að kippa símanum með í bílinn📱

  • Það kostar ekkert að skipta. Það eina sem þú þarft að gera er að ná í Verna appið og kaupa trygginguna. Appið sér um að segja upp tryggingunni hjá gamla tryggingafélaginu. Það tekur ca. 30 daga að flytja tryggingu frá gamla félaginu til Verna. Á þeim tíma getur þú hvenær sem er skipt um skoðun. Bindingin er í raun engin!