Viltu prófa að Verna?

Þú stjórnar ferðinni og verðinu – úr appinu!  

Þegar þú sækir appið færðu reiknað út upphafsverð sem miðast við ökuskor 70. Appið leiðbeinir þér hvernig má bæta aksturinn og þannig lækka verðið í hverjum mánuði. Bestu ökumennirnir geta lækkað verðið sitt um allt að 40%. 

Betri ökumaður fà hærra ökuskor à lægra verð!

Prófaðu okkur í 1 mánuð!

Ef þú ert að færa bílinn þinn til Verna frá öðrum söluaðila trygginga getur þú hætt við hvenær sem er á uppsagnartímabilinu. Uppsagnartímabilið er einn mánuður, auk allra daganna sem eftir eru í þeim mánuði sem þú segir upp í.  Hættan á að prófa okkur áður en þú kemur í viðskipti er því engin.

Skuldbindingakvíði? Ekki í dag!

Það er auðvelt að skipta yfir til Verna – og líka auðvelt að hætta við. Þú þarft ekki að fá neinn skuldbindingakvíða, það má hætta við. Mánaðarlegt gjald og engin skuldbinding! 

Kíktu á verðið þitt í appinu

Þú færð alltaf besta verðið í Verna appinu. Þegar þú skráir bílinn þinn í appinu færðu strax reiknað upphafsverð sem þú getur keyrt niður með góðu ökuskori. Viðskiptavinir Verna geta sparað allt að 40% iðgjalda með góðu ökuskori. Hvernig er ökuskor reiknað?

Hvaða gögnum safnar Verna?

Einu gögnin sem geymd eru í kerfum Verna eru heildar ökuskor þitt auk undirskoranna (til dæmis það sem mælir mýkt við akstur). Einstakar ferðir og aðrar persónuupplýsingar er eingöngu hægt að skoða í þínum farsíma. Sjá nánar hér.

Umferðalagabrot?

Verna appið mælir ekki hvort ekið sé yfir eða undir hámarkshraða en við berum þinn aksturshraða saman við meðalhraða á svæðinu. Ef þú keyrir allt of hægt getur það til dæmis valdið aukinni hættu á árekstri. Sjá nánar hér.