Tjón
Ertu í tómu tjóni?
Að koma bílnum í lag hefur aldrei verið svona auðvelt.
1. Tilkynntu tjónið
Tilkynntu tjónið í appinu eða hringdu í Aðstoð og Öryggi í síma 578 9090 ef eitthvað bjátar á. Ef slys er á fólki hringið í 112.
2. Við afgreiðum
Við erum með fyrsta flokks tjónakerfi sem gerir okkur kleift að afgreiða tjón hratt og örugglega og oft sjálfvirkt!
3. Lögum bílinn
Þú mætir í tjónamat hjá einu af verkstæðum samstarfsaðila okkar. Þau taka boltann með þér og græja viðgerðina.
Allt í appinu
Segðu okkur hvað, hvernig og hvenær slysið gerðist - allt með einföldum hætti í gegnum appið. Við tölum mannamál.
Samstarfsaðilar
Þú mætir í tjónamat hjá einu af verkstæðum samstarfsaðila okkar. Þau taka boltann með þér og græja viðgerðina.
Algengar spurningar
Fyrsta skrefið er að reyna að komast að því hver sökudólgurinn er. Þú getur athugað hvort að það séu myndavélar á svæðinu eða auglýst eftir vitnum. Því miður lendir fólk í því að það sé ekki látið vita en ef þú ert með besta pakkann okkar færðu tjónið bætt í gegnum kaskótrygginguna þína. Lesa meira.
Þú tilkynnir öll tjón í appinu. Við vísum þér á verkstæði sem metur hvort hægt sé að gera við skemmdina eða hvort skipta þurfi um bílrúðuna. Ef hægt er að gera við bílrúðuna greiðir þú enga sjálfsábyrgð. Ef skipta þarf um bílrúðu er sjálfsábyrgðin 20%.
Verna býður viðskiptavinum sínum, sem eru með kaskótryggingu, upp á bílaleigubíl í 7 daga endurgjaldslaust. Ef þú þarft bílaleigubíl í lengri tíma tryggir viðskiptasamband þitt við Verna þér afslátt hjá Höldur bílaleigu.