Notkunarskilmálar

1.     Samningsaðilar

1.1.  Snjallsímaforritið Verna App (hér eftir „smáforritið“) er hannað og á ábyrgð Verna hf., kt. 550103-2650 (hér eftir „Verna“). Verna MGA ehf., kt. 610421-0830 (hér eftir „Verna MGA“), dótturfélag Verna, er vátryggingaumboðsmaður samkvæmt lögum nr. 62/2019 um dreifingu vátrygginga og dreifir vátryggingum í gegnum smáforrit Verna á ábyrgð TM trygginga hf. (hér eftir „TM“) sem er vátryggingafélag með fullgilt starfsleyfi í ökutækjatryggingum.

1.2.  Þessir notkunarskilmálar snúa eingöngu að notkun smáforritsins og gilda um samningssamband Verna og notanda smáforritsins (hér eftir „notandi“) sem nálgast má á hjá Google á Play Store eða hjá Apple á App Store. Skilmálar þessir eru jafnframt hluti af vátryggingarsamningi milli TM og notandans (vátryggingartaka). Með því að samþykkja notkunarskilmálana skuldbindur notandi sig til að fara eftir þeim við notkun á smáforritinu.

1.3.  Smáforritið er m.a. leið til að vátryggja bifreiðar og tilkynna tjón með einföldum, fljótlegum en öruggum hætti, sbr. 2. gr. Um vátryggingar og meðferð tjóna gilda hlutaðeigandi vátryggingarskilmálar og löggjöf.

 

2.     Tilgangur smáforritsins

2.1.  Tilgangur smáforritsins er m.a. eftirfarandi:

2.1.1.    Að gera Verna MGA kleift að safna upplýsingum um aksturslag notanda í gegnum smáforritið. Í gegnum skynjara farsíma notanda fær smáforritið upplýsingar um aksturslag notanda og reiknar út aksturseinkunn út frá þeim upplýsingum. Upplýsingar um aksturslag og - einkunn getur notandi einungis fengið ef keyptar hafa verið vátryggingar í gegnum Verna MGA.

2.1.2.    Að gera notanda tilboð í tilteknar vátryggingar út frá þeim upplýsingum sem notandi gefur upp eða heimilar Verna MGA að afla.

2.1.3.    Að veita notanda aðgang að upplýsingum um aksturslag sitt og aksturseinkunn.

2.1.4.    Að veita notanda aðgang að upplýsingum og gögnum um þær vátryggingar sem notandi hefur keypt í gegnum smáforritið eða á annan hátt í gegnum Verna MGA, m.a. vátryggingarskírteini og endurnýjunarskírteini, iðgjöld vátrygginga,  og reikninga.

2.1.5.    Að veita notanda leið til að tilkynna tjón með einföldum, fljótlegum og öruggum hætti og að veita notanda aðgang að upplýsingum og gögnum í tengslum við meðferð tilkynntra tjóna.

2.2.  Notandi mun í gegnum smáforritið hafa aðgang að ýmsum upplýsingum og gögnum varðandi þær vátryggingar sem hann hefur keypt, iðgjöld, reikninga, tjón og tilkynningar sem hann hefur fengið frá Verna MGA. Um rafræn samskipti og afhendingu gagna gilda sér skilmálar.

 

3.     Auðkenning og gildistími

3.1.  Nýskráning og þar með innskráning í smáforritið fer fram með rafrænum skilríkjum. Innskráning gildir þar til notandi skráir sig út sérstaklega. Útskráning úr smáforritinu gerir það að verkum að notandi þarf að skrá sig inn aftur með rafrænum skilríkjum.

3.2.  Notkunarskilmálar þessir taka gildi gagnvart notanda þegar hann hefur samþykkt þá í smáforriti og með notkun á smáforritinu

3.3.  Brjóti notandi gegn skilmálum þessum, misnoti það á einhvern hátt eða þær upplýsingar sem þar er að finna, er Verna MGA heimilt að loka fyrir aðgang notanda að smáforritinu.

 

4.     Samþykki notanda á heimildum Verna MGA

4.1.  Notandi samþykkir að veita Verna MGA heimild til að sækja aðgengilegar upplýsingar úr þjóðskrá við innskráningu í smáforritið með rafrænum skilríkjum og við önnur tækifæri þegar smáforritið er notað af hálfu notanda, s.s. þegar tilkynnt er um tjón.

4.2.  Notandi veitir Verna MGA heimild til að sækja upplýsingar í ökutækjaskrá hjá Samgöngustofu um þau ökutæki sem skráð eru á notanda, hvort sem um er að ræða skráningu sem eigandi ökutækis eða sem umráðamaður ökutækis.

4.3.  Notandi veitir Verna MGA heimild til að senda notanda þær tilkynningar sem hann heimilar í smáforritinu.

4.4.  Notandi heimilar Verna MGA að senda að ósk notanda tilkynningu um uppsögn vátryggingar til vátryggingafélags.

4.5.  Notandi heimilar Verna MGA að fá upplýsingar í gegnum smáforritið um akstur notanda í gegnum skynjara sem eru í farsíma notandans. Er um að ræða skynjara fyrir staðsetningu og hreyfingu tækis.

4.6.  Notandi heimilar Verna MGA að fá upplýsingar um heildar aksturseinkunn notanda,      fjölda kílómetra sem eknir eru í hverjum mánuði sem og heildarfjölda ferða sem eru eknar. Út frá þeim upplýsingum reiknar Verna MGA út mánaðarlega hvert hið breytilega iðgjald trygginga verður í samræmi við ákvæði hlutaðeigandi vátryggingarskilmála.

4.7.  Notandi heimilar The Floow Limited (hér eftir „Floow“), sem er samstarfsaðili Verna og Verna MGA, að fá upplýsingar um eknar ferðir til að geta metið og reiknað út aksturseinkunn miðað við breytilega þætti. Floow veitir þjónustu á sviði upplýsingatækni og fjarvirkni (e. telematics) og byggja mælingar og útreikningar á aksturseinkunn á lausn frá Floow. Upplýsingunum er miðlað beint úr farsíma notanda til Floow í ópersónugreinanlegu formi.

 

5.     Skyldur Verna og Verna MGA

5.1.  Skyldur Verna og Verna MGA eru eftirfarandi:

5.1.1.    Að veita notanda aðgang að smáforriti og birta honum upplýsingar um ferðir og  aksturseinkunn sína.

5.1.2.    Að notandi fái góðar útskýringar á aksturseinkunn og að hann fái leiðbeiningar í smáforriti hvernig hann geti bætt aksturseinkunn sína.

5.1.3.    Að bregðast skjótt við ef upp koma tæknilegar villur í smáforriti.

5.1.4.    Að veita notanda skýran rökstuðning, óski hann þess, á útreikningi á aksturseinkunn.

5.1.5.    Að sjá til þess að persónuupplýsingar séu ekki nýttar með öðrum hætti en kemur fram í Persónuverndarstefnu Verna MGA.

 

6.     Skyldur og ábyrgð notanda

6.1.  Notanda ber að gæta að því að persónuupplýsingar komist ekki í hendur óviðkomandi aðila og láta Verna MGA vita ef þeir telja að svo hafi gerst.

6.2.  Notandi skal læsa snjallsímanum sínum þegar hann er ekki í notkun, svo persónuupplýsingar séu ekki aðgengilegar óviðkomandi aðilum, og notast við pinkóða, fingrafar eða andlitsskanna við að komast inn í símann sinn.

6.3.  Notandi skal fjarlægja smáforritið og allar upplýsingar um það í snjallsímanum ef hann er seldur eða hætt að nota hann.

6.4.  Notandi skal láta fólk vita að í símanum sé forrit sem mælir aksturslag ef ferðast er með öðrum en þeim sem þekkja til. Þetta á sérstaklega við um þegar notandi er farþegi í annarri bifreið en þeirri sem er vátryggð í gegnum Verna MGA.

6.5.  Notandi skal uppfæra snjallsímann sinn reglulega svo að hann sé ávallt með nýjustu öryggisuppfærslur.

6.6.  Notandi ber sjálfur fulla ábyrgð á notkun smáforritsins og að akstur hans sé í samræmi við lög og reglur hverju sinni.

 

7.     Mælingar um aksturslag og aksturseinkunn

7.1.  Smáforritið mælir aksturslag notanda með eftirfarandi hætti:

7.1.1.        Hraðanemi (e. accelerometer) sem metur hversu harkalega bíl er ekið af stað, hemlað/eða ört er skipt um akrein.

7.1.2.        Snúður (e. gyroscope) sem hægt er að nota til að meta hvort að haldið sé á síma við akstur, t.d. til að svara tölvupóstum eða smáskilaboðum.

7.1.3.        Nándarnemi (e. proximity meter) sem getur m.a. numið hvort að síma sé haldið við andlitið.

7.1.4.        Þyngdaraflsnemi (e. magnetometer) sem m.a. er hægt að nýta til meta hröðun bifreiðar inn og út úr beygjum.

7.1.5.        Skjár virkur (e. screen unlock) sem hægt er að nota til að meta hvort að verið sé að nýta símann við aksturs.

7.1.6.        GPS nemi sem metur hvert var ekið, hve lengi aksturinn varði og hve hratt var ekið.

7.2.  Upplýsingar um aksturslag notanda veita forsendur til að reikna út aksturseinkunn. Aksturseinkunn getur verið á bilinu 0 til 100 þar sem hæsta einkunn er 100.

7.3.  Breytilegir þættir sem hafa áhrif á aksturseinkunn eru mýkt, hraði, einbeiting, tími dags og þreyta.

7.3.1.    Mýkt er mæling á því hversu notandi keyrir snöggt af stað, bremsar snögglega eða hversu mjúk hreyfing bílsins er á meðan akstri stendur. Mælt er hversu hratt notandi gefur inn, hversu harkalega hann bremsar og hversu hratt er keyrt inn og út úr beygjum. Mælt er hversu snögglega bíll hreyfist við akstur.

7.3.2.    Hraði er mældur út frá hraða annarra sem aka á sama tíma og sama stað. Ekki er verið að mæla hraða bíls út frá löglegum hámarkshraða á þeim stað sem verið er að aka.

7.3.3.    Einbeiting er notkun síma við akstur. Einbeiting er t.d. þegar verið er að tala í síma og skiptir þá engu hvort hann er lagður upp á eyrum eða verið sé að nota þráðlausa tengingu í bílnum. Það er einnig einbeiting þegar verið er að senda skilaboð eða skoða snjallforrit í símanum á meðan akstri stendur.

7.3.4.    Tími dags er á hvaða tíma sólarhrings er verið er að aka. Það hefur meiri áhrif á aksturseinkunn að aka á háannatíma í umferðinni á virkum dögum og á nóttinni frekar en á þeim tímum dags þegar umferð er minni.

7.3.5.    Þreyta er hversu lengi akstur stendur. Í langkeyrslu þarf notandi að taka sér hvíld til að halda fullri athygli.

7.4.  Smáforritið mælir hverja ferð notanda. Smáforrit Verna samþykkir sjálfkrafa innan 48 tíma frá ferð að innifela ferðina í útreikningi aksturseinkunnar. Innan þess tíma getur notandi sjálfur samþykkt ferðir eða hafnað þeim ef sérstök ástæða er fyrir því. Þetta getur t.d. verið ef ökumaður var annar eða ef farið er í strætó.

7.5.  Mæling smáforrits á aksturseinkunn reiknast á mánaðartímabili. Aksturseinkunn er endurstillt um hver mánaðamót.

 

8.     Söfnun upplýsinga og öryggi þeirra og gagna

8.1.  Upplýsingar um ferðir notanda eru sendar dulkóðaðar (ekki persónugreinanlegar) úr smáforriti til Floow sem á sjálfvirkan hátt reiknar út aksturseinkunn notanda, sbr. 7. gr., vegna hverrar ferðar og svo samanlagt vegna allra þeirra ferða sem valdar eru inn í útreikning.

8.2.  Floow getur ekki greint persónulegar upplýsingar notanda. Aksturseinkunn er svo send frá Floow í smáforritið og þaðan fær Verna MGA upplýsingar um aksturseinkunn notanda sem er grundvöllur hins breytilega iðgjalds.

8.3.  Verna eða Verna MGA vista ekki nein gögn um ferðir notanda í sínum grunnkerfum. Allar gagnasendingar eru dulkóðaðar. Það sama á við um gögn sem eru vistuð hjá þjónustuaðila Verna MGA. Upplýsingar sem eru vistaðar í snjallsíma eru varðar með þeim öryggisráðstöfunum sem þar eru fyrir hendi. Heildar upplýsingar um akstur eru geymdar í snjallsíma notanda. Þetta eru upplýsingar um ferðir og sundurliðuð aksturseinkunn eftir hverja ferð og hvenær ferðir eru farnar.

8.4.  Vegna þjónustu Verna MGA, m.a. í tengslum við útreikning á iðgjaldi og meðferð tjóna er nauðsynlegt fyrir Verna MGA að vinna með ýmis konar persónuupplýsingar. Nánari upplýsingar um meðferð, varðveislu og vinnslu persónuupplýsingar, auk réttar samkvæmt persónuverndarlögum, s.s. um aðgang að upplýsingum, er að finna í Persónuverndarstefnu Verna MGA.

 

9.     Tjónstilkynningar og meðferð tjóna

9.1.  Með því að tilkynna tjón í gegnum snjallforrit Verna samþykkir notandi að það sé jafngilt og að tilkynna tjón til Verna MGA með skriflegum hætti.

9.2.  Myndir sem fylgja með tjónstilkynningum í smáforriti skulu ávallt vera af þeim bifreiðum sem hafa lent í því tjóni sem tilkynnt er um og eru teknar eftir þann tjónsatburð sem tilkynntur er.

9.3.  Notandi getur í smáforriti lýst tjónsatburði með skriflegum hætti eða með hljóðupptöku. Hljóðupptaka er jafn rétthá skrifuðum texta. Notandi skal passa upp á að talað sér skýrt inn á hljóðupptöku þannig að ávallt sé vel skiljanlegt hvað sagt er. Passa skal að hljóð í bakgrunni trufli ekki talað mál.

9.4.  Með rafrænni undirritun tjónstilkynningar samþykkir notandi innsenda tjónstilkynningu.

9.5.  Verna er ekki ábyrgt fyrir því ef tjónstilkynning sem notandi sendir til þriðja aðila skili sér og skal notandi ávallt sjá til þess að hún skili sér og einnig til rétts aðila.

10. Bílastæði

10.1. Bílastæðagjöld greidd með Verna appinu eru ávallt samkvæmt gjaldskrá hvers svæðis eða rekstraraðila. Gjöld eru gjaldfærð í greiðslugátt Verna.

10.2 Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir að velja rétt gjaldsvæði og númer ökutækis þegar lagt er.

10.3. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að skrá ökutæki sitt í og úr stæði þar sem þess er þörf.

10.4. Upplýsingar um GPS staðsetningu viðskiptavinar í appinu geta verið ónákvæmar. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að tryggja að rétt svæði sé valið þegar lagt er. Ef götuskilti rekstraraðila bílastæða segja til um annað en GPS staðsetning eða merking í appinu gildir sú merking umfram merkingar í appinu.

10.5. Sími notanda þarf að vera nettengdur til þess að unnt sé að skrá notanda í stæði og úr stæði. Það er á ábyrgð notanda að vera með virka nettengingu.

10.6. Verna er ekki ábyrgt fyrir þjónustu rekstraraðila sem er boðið upp á í hverju gjaldsvæði fyrir sig.

10.7. Verna ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem hlýst af bilun í síma viðskiptavinar.

10.8 Verna ber ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure).

 

11. Hugverkaréttur

11.1. Verna er eigandi alls hugverkaréttar sem tengist smáforritinu að því undanskildu að Floow er eigandi hugverkaréttar þeirrar lausnar sem er byggð inn í smáforritið.

11.2. Óheimilt er að breyta smáforritinu eða afrita það með nokkrum hætti.

 

12. Fyrirvari um ábyrgð

12.1.    Verna MGA ber ekki ábyrgð á notkun notanda á smáforritinu eða á tjóni sem notkun á smáforritinu kann að valda.

12.2.    Verna MGA ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda eða annars aðila með eða án umboðs notanda, eða tjóni sem rekja má til rangra aðgerða notanda eða annars aðila sem framkvæmdar eru undir auðkenni notanda.

12.3.    Smáforritið er almennt aðgengilegt og tækt til notkunar á hverjum tíma. Verna MGA getur þó ekki tryggt eða ábyrgst samfelldan eða órofinn aðgang að smáforritinu. Þannig getur aðgangur að smáforritinu rofnað tímabundið vegna uppfærslu, viðhalds, þjónustuhlés, truflunum eða af öðrum sambærilegum ástæðum. Sama á við um rof á miðlun upplýsinga á milli notanda, Floow og Verna MGA. Verna MGA mun eins og kostur er tilkynna notanda með fyrirvara um fyrirhugað þjónusturof, t.d. vegna uppfærslu, viðhalds eða þjónustuhlés, ef það er ekki til skamms tíma eða telst ekki vera minniháttar.

12.4.    Verna MGA getur ekki ábyrgst að allar akstursferðir séu skráðar eða að aksturseinkunn sé gefin fyrir allar ferðir, m.a. vegna ólíkra gæða í dreifikerfi, bilana, eða vegna þess að snjallsími nær ekki sambandi við það dreifikerfi sem notast er við.

 

13. Breytingar á notkunarskilmálum

13.1.    Verna MGA hefur heimild til að breyta þessum notkunarskilmálum hvenær sem er. Breytingar sem gerðar eru taka gildi án sérstaks fyrirvara ef þær eru til hagsbóta fyrir notanda. Breytingar sem eru íþyngjandi fyrir notanda taka gildi með 14 daga fyrirvara þó þannig að breytingar taka ávallt gildi um mánaðamót.

13.2.    Tilkynningar um breytingar eru birtar af hálfu Verna MGA í smáforritinu, á vefsíðu félagsins, með tölvupósti og/eða með öðrum rafrænum hætti.

13.3.    Varði breytingar á skilmálum þessum á einhvern hátt ákvæði sem lúta reglum löggjafar um vátryggingar verður þeim ekki breytt nema í samræmi við lög um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 eða ákvæði sérlaga, eftir því sem við á.

 

14. Varnarþing og löggjöf

14.1.    Um skilmála þessa gilda íslensk lög.

14.2.    Rísi dómsmál vegna skilmála þessara skal það mál rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

15. Gildistaka

15.1.    Skilmálar þessi taka gildi 1. apríl 2022.