Vernaðu bílinn

Ekki láta selja þér tóma froðu.

Þetta þarf ekki að vera flókið, veldu bara verndina sem þér hentar.

Þetta venjulega

Þegar þú þarft að komast frá A til B. Bíllinn sjálfur skiptir ekki öllu máli.

  • Bætir slys á fólki
  • Bætir tjón sem bíllinn veldur
  • Bætir tjón á bílrúðum

Bara það besta

Þegar þú nennir ekki neinu veseni og vilt ekki lenda í tómu tjóni.

  • Bætir slys á fólki
  • Bætir tjón sem bíllinn veldur
  • Bætir tjón á bílrúðum
  • Kaskó - Bætir tjón á bílnum þínum
  • Bílaleigubíll í allt að 7 daga

Í það minnsta

Bara það allra nauðsynlegasta. Svo númeraplöturnar séu ekki klipptar.

  • Bætir slys á fólki
  • Bætir tjón sem bíllinn veldur

Bara það besta

Tryggingar þurfa ekki að vera flóknar og þess vegna settum við þær í þrjá einfalda pakka. Fyrir flesta mælum við með besta pakkanum okkar en með honum færðu enn betri þjónustu og vernd fyrir þig og bílinn þinn. Þú færð bílaleigubíl í allt að 7 daga, meðan verið er að gera við bílinn þinn, og margt fleira!

Við erum í þessu saman

Við viljum breyta sambandinu milli tryggingafélaga og viðskiptavina. Ef þú lendir í vandræðum með bílinn þinn hefur þú samband við okkur og við munum gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að hjálpa. Jafnvel þó að tjónið sé ekki bótaskylt, þá getum við græjað afslætti og reddað dílum hjá samstarfsaðilum okkar svo kagginn komist í lag.

Sparaðu allt að 40% með Verna