Hver er munurinn á Verna og heimilistryggingu?

Dugar heimilistrygging?

Margir halda að snjalltækjatrygging sé ekki sniðug af því þau hafa nú þegar heimilistryggingu. En þó að heimilistrygging sé ákveðið öryggi, er það vissulega ekki besta leiðin fyrir okkur sem elskum snjalltækin okkar. Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga:

1. Verðgildi síma og snjalltækja í heimilistryggingu fellur um 25% á 6 mánaða fresti

Hefðbundin tryggingafélög afskrifa tæki að fullu á 18 – 24 mánuðum. Tryggingafélögin bæta því ekki í öllum tilfellum tækin heldur greiða viðskiptavinum út upphæð í takt við afskriftareglur þeirra.

Svona virka þessar afskriftarreglur: Þú kaupir nýjan iPhone 14 Pro í desember 2022 á 210.000 kr. Þú lendir í því að símanum er stolið í júní 2023. Þá er síminn orðinn 6 mánaða gamall og því ekki nema 157.500 kr virði hjá tryggingafélaginu (Í júní ári seinna væri síminn þinn ekki nema 78.750kr virði!).. og í öllum þessum tilvikum áttu líka eftir að borga sjálfsábyrgð 🥲

Einu ári eftir að símtæki er keypt: 157.500 kr - 30.000 kr sjálfsábyrgð = þú færð 127.500 kr bættar.

Tveim árum eftir að símtæki er keypt : 78.750 kr - 30.000 kr sjálfsábyrgð = þú færð 48.750 kr bættar.

Hjá Verna eru engar afskriftir og þú færð alltaf sambærilegt tæki bætt.

2. Hver er sjálfsábyrgðin þín?

Flestar heimilistryggingar hafa sjálfsábyrgð í kringum 30.000 kr en þessi upphæð er mismunandi eftir því hversu margar tryggingar þú hefur og á hvaða kjörum. Sjálfsábyrgð er sú upphæð af tjóninu sem þú tekur á þig. Oftast er þetta gert upp þannig að tjónaupphæðin sem þú færð greidd frá tryggingafélaginu er lækkuð um 30.000 kall eða sem nemur sjálfsábyrgðinni.

Sjálfsábyrgð hjá Verna er lægst 10.000 kr en fer hæst upp í 19.500 kr. Upphæðin fer eftir verði tækisins þegar þú keyptir það. Sjá nánar í verðskrá.

3. Muntu borga hærra verð á næsta ári eða missa af endurgreiðslu ef þú lendir í tjóni?

Þegar þú lendir í tjóni hjá flestum tryggingafélögum áttu á hættu að missa endurgreiðslur eða tjónleysisafslætti í lok árs. Tjón á símtækum eru algengustu tjónin í dag og því góðar líkur á því að brotna símtækið þitt hafi áhrif á það hvort þú fáir endurgreiðslu fyrir tjónleysi á árinu eða þú fáir lægri afslátt á tryggingum á næsta ári.

Hjá Verna ertu alltaf á jafngóðum kjörum þó þú lendir í tjóni.

4. Færðu símann bættan ef honum er stolið?

Heimilistryggingar bæta aðeins þjófnað ef ummerki eru um innbrot (til dæmis brotinn gluggi) eða ofbeldi eða hótun hafi verið beitt. Heimilistrygging hjálpar þér ekkert ef símanum er stolið úr vasanum þínum eða töskunni á förnum vegi.

Verna bætir allan þjófnað, það eina sem við biðjum um er að þú hafir tilkynnt þjófnaðinn til lögreglu innan 7 daga frá atburði.

5. Færðu lánssíma meðan unnið er úr tjóni?

Ef þú ert svo óheppin/n að lenda í tjóni þá er ekki víst að þú fáir lánssíma í gegnum heimilistrygginguna þína. Geturðu hugsað þér að vera símalaus í nokkra daga? Nei? Ekki við heldur.

Þess vegna lánar Viss alltaf síma meðan þú bíður eftir viðgerð eða útskiptum á farsíma.

6. Gildir tryggingin þín um allan heim?

Við vitum að þú ert á ferð og flugi út um allt og að síminn fylgir þér hvert sem er. Það skiptir okkur því engu máli hvort skjárinn hafi brotnað í Taj Mahal eða flísunum í Vesturbænum, tryggingin þín er alltaf gild.

Snjalltækjatrygging Verna gildir um allan heim.