Snjalltækjatrygging

Trygging sem margborgar sig

Símar, iPad og Apple Watch ⌚️

Tjón og þjófnaður á farsímum og snjalltækjum er algengari en þig grunar. Vissir þú að þriðji hver farsími verður fyrir tjóni eða er stolið á fyrsta ári?

Nældu þér snjalltækjatryggingu hjá okkur og hættu að hafa áhyggjur af nýja tækinu þínu. Ef þú lendir í tjóni, þá erum við hér fyrir þig.

Verna tryggingu er einnig hægt að kaupa hjá flestum söluaðilum snjalltækja á Íslandi, meðal annars Nova, Símanum, Vodafone og Macland.

Viss verður Verna

Verna og Viss sameinast undir Verna vörumerkinu 🙌
Við erum alltaf að leita leiða til að ná hagkvæmari rekstri sem leiða að lægra verði fyrir viðskiptavini okkar. Því höfum við ákveðið að sameina tvær þjónustur okkar undir einu vörumerki!

Hvað er bætt?

Snjalltækjatrygging sem bætir nánast allt

Brotinn skjár og bak

Fáðu nýjan skjá hjá viðurkenndu verkstæði

Höggskemmdir

Þú færð nýtt sambærilegt tæki um altjón er að ræða

Rakaskemmdir

Tækið er tryggt alls staðar, t.d. á ströndinni í sólarlandaferð

Þjófnaður

Ekki gleyma að gera lögregluskýrslu

Sími

Söluverð símans ræður því hvert verðið og sjálfsábyrgðin er fyrir trygginguna. Tryggingin gildir að hámarki í 2 ár með binditíma fyrstu 12 mánuðina.

iPad

Söluverð tækisins ræður því hvert verðið og sjálfsábyrgðin er fyrir trygginguna. Tryggingin gildir að hámarki í 2 ár með binditíma fyrstu 12 mánuðina.

Snjallúr

Söluverð úrsins ræður því hvert verðið og sjálfsábyrgðin er fyrir trygginguna. Tryggingin gildir í 12 mánuði og er óuppsegjanleg.

Hvað er ekki bætt?

👉 Tjón er ekki bætt ef búið er að eiga við símann af aðila sem er ekki viðurkenndur þjónustuaðili fyrir þitt símtæki.

👉 Tjón er ekki bætt ef þú týnir, gleymir eða skilur tækið eftir á almannafæri

👉 Tjón er ekki bætt ef þú skemmir símann vísvitandi

Svona er Verna öðruvísi

Engar afskriftir

Lægri sjálfsábyrgð

Bætir þjófnað

Færð lánsíma

Gildir um allan heim

Engin áhrif á verð

Þetta er svona einfalt

Ef þú lendir í tjóni tekur við einfalt og þægilegt tjónaferli

1. Tilkynna

Tilkynnir tjónið á verna.is

2. Tjónamat

Þjónustuaðili metur tjónið

3. Viðgerð

Þjónustuaðili gerir við tækið eða skiptir því út

4. Sækja&borga

Þú sækir tækið til þjónustuaðila og greiðir sjálfsábyrgð

Heimilis­ trygging?

Hver er eiginlega munurinn?

Þó að heimilistrygging sé ákveðið öryggi, er hún vissulega ekki besta leiðin fyrir okkur sem elskum snjalltækin okkar. Hér eru nokkur atriði sem þú ættir að hafa í huga varðandi heimilistrygginguna þína ef þú ert ekki viss um hvort þú ættir að fá þér snjalltækjatryggingu.
Sjá meira

Þjónustu­ aðilar

Hér finnur þú upplýsingar um þjónustuaðila Verna. Verna er einungis í samstarfi við viðurkennda þjónustuaðila. Þannig getur þú verið viss um að ábyrgðartrygging símans falli ekki niður.

Einhverjar spurningar?

  • Þú getur skráð tækið þitt í tryggingu á Verna.is eða þú getur keypt tryggingu hjá söluaðilum eins og Nova, Símanum, Vodafone, Tæknivörur og Macland. Tækið verður að vera innan 60 daga gamalt (framvísa þarf sölunótu til að staðfesta það) og ótjónað til þess að hægt sé að tryggja.

  • Trygging hjá okkur dekkar öll tjón, t.d. rakaskemmdir, höggskemmdir og stolin snjalltæki. Það sem við bætum ekki er ef þú týnir snjalltækinu eða skemmir það viljandi, ef það eru rispur á tækinu sem hafa ekki áhrif á notagildi þess, og ef það er einhver í bilun í tækinu sem fellur undir ábyrgð. Ef tækinu er stolið eða það er rakaskemmt telst það sem altjón og þá þarf að greiða eftirstöðvar af tryggingarárinu og sjálfsábyrgðina og þú færð nýtt tæki frá okkur.

  • Margir halda að snjalltækjatrygging sé ekki sniðug af því þau hafa nú þegar heimilistryggingu. En þó að heimilistrygging sé ákveðið öryggi, er það vissulega ekki besta leiðin fyrir okkur sem elskum snjalltækin okkar. 👉 Hér eru nokkur atriði sem þú ættir að hafa í huga varðandi heimilistrygginguna þína ef þú ert ekki viss um hvort þú ættir að fá þér farsímatryggingu [2 min lesning] Þú getur svo tryggt tækið þitt beint á viss.is eða heyrt í okkur í spjallinu ef þú hefur einhverjar spurningar.